Milli­e Court og Liam Rear­don, sem sigruðu Love Island 2021 eftirminnilega eru hætt saman, en Millie greindi frá sambandsslitunum á Insta­gram síðunni sinni.

Hún segir að á­kvörðunin hafi verið erfið, en þetta væri það besta fyrir þau bæði. Þá þakkar hún öllum þeim sem studdu sambandið þeirra.

Millie greindi frá sambandsslitunum á Instagram.
Skjáskot/Instagram

„Ekkert mun nokkurn tímann taka frá þeirri mögnuðu reynslu sem við deildum í Love Is­land. Ég óska Liam alls hins besta í öllu sem hann gerir,“ sagði Court á Insta­gram.

Milli­e og Liam skutust upp á stjörnu­himininn eftir að þau sigruðu Love Is­land árið 2021. Hún er í dag and­lit tísku­vörurisans ASOS.