Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, minnist brúðkaupsdagsins á Facebook, en hann og eiginkona hans, Elsa In­gjalds­dóttir, fagna í dag þrettán ára brúðkaupsafmæli.

„13 ár! Svona líður tíminn. Til hamingju elsku Elsa mín með daginn og okkur og Lífið.“ skrifar Sigurður og lætur eitt emoji-hjarta fylgja með, sem og nokkrar ljósmyndir frá brúðkaupsdeginum.

Þess má geta að færslan birtist á opinberri pólitískri Facebook-síði Sigurðar.

„Ingi er rómantískur og gerir skemmtun úr hversdagslegum hlutum. Td. hefur hann til­greint há­tíðar­klæðnað við kvöld­verðar­boðið og við mætum þar í síð­kjól og jakka­fötum. Hann bauð mér líka í tjald­úti­legu eina verslunar­manna­helgina – fyrir utan garð! Þar gistum við í þrjár nætur, -með frá­bæra salernis­að­stöðu eins og hann sagði sjálfur,“ sagði Elsa við Fréttablaðið um eiginmanninn árið 2019.

Myndirnar sem Sigurður birtir má sjá hér fyrir neðan.

Fréttablaðið/Facebook
Fréttablaðið/Facebook
Fréttablaðið/Facebook