Fjölmiðlakonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og eiginmaður hennar Jón Þór Hauksson eiga von á þriðja syninum.

Fyrir eiga þau syni fædda árið 2010 og 2013.

Sigrún Ósk tilkynnti gleðifréttirnar á Facebook rétt í þessu:

„Þið sem hélduð að við Jón Þór værum bara á leið í golfklúbb og að fá okkur hund, getið gleymt því! Fimmti fjölskyldumeðlimurinn er væntanlegur í heiminn og okkar menn urðu dauðfegnir í gær að þurfa ekki að læra að fara í Barbie," skrifar Sigrún.

Hjónin giftu sig árið 2015 í heimabæ þeirra, Akranesi. Þau eru búin að vera par frá því á unglingsaldri.

Jón Þór og Sigrún eru glæsileg hjón.