Sig­rún Lilja Guð­jóns­dóttir, stofnandi Gyðja Collection og unnusti hennar Reynir Daði Hall­gríms­son eiga von á lítilli stúlku. Parið greindi frá þessu á Insta­gram.

„Við Reyn­ir erum ó­trú­­lega ham­ingju­­söm og spennt að til­­kynna heim­in­um að við eig­um von á lít­illi prins­essu í des­em­ber,“ skrif­ar Sig­rún á Insta­gram.

Sig­rún stofnaði hönnunar­merkið Gyðja Collection og rekur líkams­með­ferða­stofuna The Hou­se of Beauty.

Þetta er fyrsta barn parsins saman. Fréttablaðið óskar þeim til hamingju.