Sig­ríður Hrund Péturs­dóttir, fjár­festir, eig­andi Vinnu­palla og for­maður Fé­lags kvenna í at­vinnu­lífinu, FKA á heiðurinn af viku­mat­seðlinum að þessu sinni sem gleður alla sæl­kera. Sig­ríður er þekkt fyrir að vera ó­trú­lega lífs­glöð og gefandi manneskja og kann svo sannar­lega að gefa lífinu lit. Út­geislun hennar og já­kvæðni kemur meira segja fram í mat­seðlinum hennar. Hún er líka á því að við séum það sem við borðum og því skipti sköpun hvað við látum ofan í okkur. Jafn­framt er hún á því að vert sé að næra sig og velja hrá­efni eftir árs­tíðum.

„Það er gott að næra sig vel á veturna þegar kalt og létta fæðið með hækkandi sól og hita­stigi. Fá næga orku og fitu. Stunda hreyfingu inni sem úti og fá eins mikið sól­skin og hægt er. Það er ein mikil­vægasta næringin sem við þurfum vegna legu landsins – skamm­degið getur leikið okkur grátt.“

Sig­ríður er á det­ox ferða­lagi þessa dagana. „Ég er hálfnuð á 9 vikna det­ox ferða­lagi sem tekur til líkama, anda og sál. Það þýðir að ég bæti við eða tek út tvo hluti í hverjum hluta og bæti þannig líf mitt og fólks í kringum mig – og tek mér tíma til að ganga þessa hreinsunar­veg­ferð. Við erum það sem við borðum. Svo ein­falt er það. Reyndar líka það sem við hugsum og gerum en það er annað inn­slag.“

Næring grunnur að góðu lífi

Á stóru heimili skiptir máli að huga að fjöl­breytni þegar kemur að mat. „Það búa heima hjá mér bæði krakkar og ungt fólk og því mikil­vægt að þau fái öll næringu sem heldur þeim gangandi í hvers­dagnum. Fjöl­breytni og gott hrá­efni eru lykil­at­riði til að það gangi upp. Við hjónin vinnum mikið og erum afar sam­stíga því við erum ólík, með afar mis­munandi takt. Hann vaknar snemma, vekur mig með kossi og er rokinn af stað á meðan ég er enn­þá í öðru tíma­belti og kem síðan öllu fólki út úr húsinu til sinna skóla/starfa – ég er kvöld­hress og með allt til­búið þegar ljúfurinn mætir heim, en þarf að segja allt sem segja þarf fyrir kvöld­fréttir því eftir þær er hann and­lega búinn að setja á hljóð­laust í okkar sam­bandi. Næring er al­ger grunnur að góðu lífi.“

Mánu­dagur – Fiskur er málið

„Við erum svo ó­trú­lega heppin að hafa fisk­búð á næsta horni og við stundum hana grimmt og erum van­sæl þegar hún fer í sumar­frí. Við erum með fisk of sjaldan í matinn og aðal­lega útaf ó­reglu­legri dag­skrá heimilis­með­lima – hver á þá að elda? En fiski­s­úpa er skot­helt mál og vel til að mæla með þessari guð­dóm­legu humar­súpu tvi­staðir til með sjávar­fangi.“

Sjá upp­skrift hér.

Að sögn Sigríðar er fiskisúpa alltaf skotheld máltíð.
Mynd/Aðsend

Þriðju­dagur – Næringar­ríkt vetrar­salat

„Mér finnst gott að þykjast vera heilsu­sam­leg fyrri hluta vikunnar, vitandi það að ég muni gefa eftir undan á­lagi þegar á líður vikuna. Þess vegna hneigist ég til sala­ta fyrri hluta vikunnar en verð þó að viður­kenna að veður­farið stýrir oft fæðinu og einna helst bornin mín. Þetta finnst mér frá­bær út­gáfa af salati.“

Sjá upp­skrift hér.

Sigríður segir að henni þyki gott að þykjast vera heilsusamleg fyrri hluta vikunnar. Því kjósi hún helst að hafa næringarríkt og létt salat á boðstólum.
Mynd/Aðsend

Mið­viku­dagur – Kínóa­salat að hætti lands­liðs­konunnar í fót­bolta

„Ég er græn­keri og elska að borða græn­meti í öllum út­gáfum. Einnig að prófa mig á­fram með alls kyns út­gáfur að með­læti. Af ein­hverjum or­sökum hefur kínóa skotið sér ástar­örvum í hjarta og það virðist vera hægt að nota það í hrein­lega allt og með öllu. Mæli með að prófa sig á­fram – auð­velt og að­gengi­legt hrá­efni. Salatið hennar Öglu Maríu stein­liggur.“

Sjá upp­skrifthér.

Sigríður er grænkeri og segir að kínóa hafi skotið sér ástarörvum í hjarta - það sé hreinlega hægt að nota það með allt og í öllum mat.
Mynd/Aðsend

Fimmtu­dagur – Ljúffeng Croqu­e monsi­eur

„Hluti af því að reka stórt heimili og um­fangs­mikil verk­efni er að allir hlutað­eig­endur öðlist sjálf­stæði og rými til að Vera. Börnin mín kunna öll að elda, líka stelpan mín sem er 8 ára. Þau mættu að ó­sekju taka betur til en það skiptir okkur hjónin meira máli að börnin séu sjálf­bjarga.
Þau kunna öll að græja sér “Nagla” en það er að taka fyrir­liggjandi hrá­efni og búa til skapandi út­gáfu úr því eins og Croqu­e Monsi­eur/Madame hefur ef­laust byrjað sem þessi dá­semd.“

Sjá upp­skrift hér.

Sigríður segir að börnin sín kunni öll að elda og að græja sér "Nagla" - sem sé að taka fyrirliggjandi hráefni og búa til skapandi útgáfur úr því, á borð við Croque Monsieur/Madame.
Mynd/Aðsend

Föstu­dagur – Pit­sa­kvöld fjöl­skyldunnar

„Það er al­ger klassík og upp­á­hald er að hafa smá sukk­mat á föstu­dögum. Krakkarnir elska að hafa bíó­kvöld og þykjast ráða heimilinu í nokkra klukku­tíma – við hjónin leyfum það með glöðu geði og spilum með. Heima­löguð pitsa býður einnig upp á sam­veru sem nú­tíminn virðist alltaf kroppa í.“

Sjá upp­skrift hér.

„Það er al­ger klassík og upp­á­hald er að hafa smá sukk­mat á föstu­dögum.“
Mynd/Aðsend

Laugar­dagur – Grilluð nauta­lund sem gleður

„Laugar­dagur er iðu­lega vinnu­dagur hjá okkur hjónum en við reynum eftir fremsta megni að hafa góðan kvöld­mat. Ungir menn hafa síst á­huga á sam­veru á laugar­dags­kvöldum svo oftast erum við að­eins fjögur og lág­stemmt. Það er nota­legt og gefur matnum meira rými og vægi. Kjöt og með­læti sem tekur tíma að elda – saman – er skot­helt dæmi.“

Sjá upp­skrift hér.

Að sögn Sigríðar er kjöt og meðlæti sem tekur tíma að elda með sínum nánustu skothelt dæmi.
Mynd/Aðsend

Sunnu­dagur – Sunnu­dagur til sælu

„Á sunnu­dags­morgun er frá­tekin stund fyrir okkur hjónin að borða saman með börnunum okkar og lesa blöðin, bækur, prjóna, spila LP plötur og iðka sam­veru. Þessi stund vill oft verða að vöfflu­kaffi með rjóma, sultu og berjum þegar líður á daginn. Það er því sjaldnast eldað á sunnu­dags­kvöldum enda erum við farin að undir­búa komandi viku af fullum krafti.“

„Njótum komandi vor­daga og hlúum að okkur hverju sinni.“