Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokksins og fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra er nýjasti með­limur Myntsafnara­fé­lags Ís­lands. Fé­lagið greinir frá þessu með stolti á Face­book-síðu sinni í dag.

Safnarinn Sig­mundur hefur hingað til einna helst verið þekktur fyrir að safna servíettum, en það skal þó ekki full­yrt að mynt­söfnunin sé ný­til­komið á­huga­mál.

Í Face­book- færslu Myntsafnara­fé­lagsins segir að vel hafi gengið að fá nýja með­limi til að ganga í fé­lagið enda hafi verð á fá­gætri mynt og seðlum verið hátt að undan­förnu.

„Endur­speglar það að ein­hverju leyti að þegar verr árar á hluta­bréfa- og fast­eigna­markaði beina fjár­festar gjarnan sjónum sínum að verð­mætum safn­gripum, lista­verkum og eðal­málmum,“ segir í færslunni þó að á­hugi manna á söfnun ein­stakra hluta hafi auð­vitað á­hrif líka.

Lík­legast er að Sig­mundur gangi í fé­lagið af síðar­nefndu á­stæðunni, enda hefur hann og aðrir sagt frá því að hann sé mikill á­huga maður um sögu og söfnun.