Út­varps­maðurinn Sigurður Hlöð­vers­son, betur þekktur sem Siggi Hlö, hefur á­kveðið að hætta með þátt sinn, Veistu hver ég var? Sigurður birti til­kynningu um þetta á Face­book-síðu sinni í morgun.

„Það hlaut að koma að því. Síðasti þátturinn af Veistu hver ég var? á Bylgjunni fer í loftið laugar­daginn 27. ágúst nk. Ég hef á­kveðið að hætta með þáttinn. Þetta var alls ekki auð­veld á­kvörðun,“ segir Sigurður en þátturinn hefur verið í loftinu í fjór­tán ár og notið mikilla vin­sælda. „Ég er því sáttur að hætta á toppnum,“ segir hann.

„Ég hef verið í fjöl­miðlum frá árinu 1986 og þekkjandi sjálfan mig er erfitt að hætta alveg í fjöl­miðlum en ég tek gott frí frá þeim núna og svo veit enginn hvað fram­tíðin færir okkur.

Ekki veit ég hvað tekur við á Bylgjunni á þessum tíma en ég treysti yfir­mönnum Bylgjunnar að velja vel það sem tekur við og ég treysti hlust­endum að gefa því tæki­færi að vaxa og dafna eins og þið hafið tekið mér öll þessi ár. Það er með miklum söknuði sem ég kveð mína hlust­endur og auð­mjúkur segi ég - Takk! Hlö Out.“