Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg segir í færslu á Instagram að hún taki einnig við typpamyndum líkt og myndum af píkum sem hafa verið birtir á heimasíðu hennar undir liðnum Píka dagsins.

Það virðist sem karlmenn hafa einnig áhuga á verkefninu og segir Sigga Dögg þá geta sent inn mynd með upplýsingum hvers vegna þeir taka þátt, samband þeirra við liminn og aldur.

Þá tekur hún fram að myndir af typpum verða ekki birtar fyrr en á nýju ári. „Píkurnar fá að ljúka árinu,“ segir Sigga Dögg.

Fréttablaðið/Skjáskot

Líkt og Fréttablaðið fjallaði um á dögunum hafði Sigga Dögg varla undan póstum og fyrirspurnum frá áhugasömum konum sem vildu taka þátt í verkefninu sem er gert til að auka sýnileika píkunnar, af­létta tabúum og sýna fjöl­breyti­­leikann.