Kynfræðingurinn Sigga Dögg er mikið fyrir ævintýramennsku og er nú á ferð um landið í leit að skemmtilegum stöðum og ævintýralegum upplifunum.

Hún er nú stödd á Mývatni og gerði sér lítið fyrir og lét sig síga ofan í Stóru-Gjá á evuklæðunum einum saman.

„Svolítið kaldur en sleppur à hlýjum sumardegi. Og þó það væru ferðmann á vappi datt ekki einum einasta manni í hug að troða sér niður í vatnið og hanga í þessu reipi… tja nema þessum ferðamanni hér!“

segir Sigga Dögg í færslu sinni en hún segir að hún hafi margoft látið sig síga ofan í grjótagjár, meðal annars í Mexíkó og segir þetta magnaða upplifun.

Sigga Dögg segist einnig elska svona ævintýri og þiggi ávallt ábendingar um gersemar eins og þessa.