„Mér fannst þetta ótrúlega skrítið ferli,“ sagði Sigríður Dögg Arnardóttir, kynfræðingur, oftast þekkt sem Sigga Dögg, í þættinum Einkalífið á Vísi. Þar opnaði hún sig um tilfinningarnar sem tengdust skilnaði sínum árið 2020.

Þakklát að skilja í faraldrinum

Sigga Dögg sagði að hún hefði farið hátt upp í orku en einnig langt niður, það hafi komið tímar þar sem hún hafi legið eins og flak upp í rúmi. „Það komu dagar þar sem ég bara labbaði bara nokkra kílómetra því ég var svo ótrúlega orkumikil,“ sagði hún. „Ég er mjög þakklát fyrir að skilja í Covid. Covid var bara blessun. Þá þurfti ég ekki að mæta í vinnuna og vera eins og flak. Ég fékk að vera vernduð og vera eins og flak.“

Fór að hágráta

Þá opnaði hún sig um fyrsta sleikinn sem hún fór í eftir skilnaðinn. „Ég fór að hágráta. Mér fannst það hræðilegt. Ég grét svo ógeðslega mikið. Vinkonur mínar mynduðu skel í kringum mig,“ sagði hún og hló. „Ég bókstaflega hrundi og grét og grét og grét. Þetta var bara einn hnykkur í þessu, ó mæ god, er ég skilin!? Ég hef haldið framhjá, en þetta var bara einn sleikur. Þær mynduðu skjaldborg í kringum mig á meðan á öskurgrét.“

Vill enginn gera börnunum þetta

Sigga Dögg sagði að enginn vilji skilja barnanna vegna, hún á þrjú börn. „Það vill enginn gera börnunum sínum þetta,“ sagði hún. „Þetta er samt stundum þarft. Mín upplifun var sú, fyrrum maki kannski gubbar upp í sig, en þetta var samt þannig að ef við förum ekki í sundur þá skemmum við hvort annað. Skilnaður er líka kærleiksverk, fyrir báða aðila. Þið eruð hægt og rólega búin að slökkva ljós hvors annars og það tekur kannski smá tíma og fjarlægð til að sjá það.“

Stundum þarf sprengingu

Sigga Dögg sagði að stundum geri skilnaður fólk að betri manneskjum. „Stundum þarf bara sprengingu. Þó hún sé erfið og átakanleg. Ég myndi ekki óska þessu upp á fólk. Ég myndi aldrei mæla með því við neinn að skilja, en fólk þarf að átta sig á því að það er líf handan skilnaðar.“