„Hey hér er kyn­fræðslu­moli frá vina­lega kyn­fræðingnum þínum,“ skrifar Sigga Dögg kynfræðingur í færslu á Insta­gram í gær.

Hún bendir á að það eigi ekki að bursta tennurnar rétt fyrir munn­mök, nota tann­þráð eða tann­stöngul. „Bara ekkert góma-tann­kropp, af hverju ekki spyrðu kannski?,“ skrifar hún og heldur á­fram:

„Jú því við burstun, tann­þráð eða kropp getur þú opnað góminn, þú veist, þegar blæðir smá úr honum, þá er aukin smit­hætta à kyn­sjúk­dómum við munn­mök, ef þú ert að veita munn­mökin.“

Þá segir hún að það skipti ekki máli hvort um ræðir píku, rass eða typpi og hvetur fólk til að nota verjur.

„Meira að segja à kyn­lífs­klúbbum þar sem al­ger krafa er á smokkanotkun við sam­farir þá eru munn­mök alveg frá­skilin kröfu um verjur,“ skrifar Sigga Dögg og hvetur fólk sem fer í kyn­sjúk­dóma-tékk að láta einnig taka storku úr hálsinum ef það hefur stundað ó­varin kyn­mök.

„Sönn saga. Vissirðu þetta?,“ spyr hún.