Sif Sigmarsdóttir, rithöfundur og einn vinsælasti pistlahöfundur Fréttablaðsins eignaðist son í síðustu viku. Sif til­kynnti um fæðingu son­ar­ins á Facebook.

„Þessi íslenski álfur skaust í heiminn í COVID-læstri London fyrir viku. Daginn eftir, þegar okkur mæðginum var ekið heim í Uber, voru pöbbarnir opnaðir aftur í fyrsta sinn síðan í mars. Heillvænlegri fyrirboða um framtíðina getur móðirin ekki ímyndað sér; við verðum mætt á pöbbinn í „bangers and mash“ og „pint“ innan skamms."

„Drengurinn hefur hlotið nafnið Útgjaldaliður nr. 3 – en í daglegu tali er hann kallaður Bragi. Yfir og út."

Þetta er þriðja barn hennar og Geirs Freyssonar en þau hafa verið búsett í Lundúnum frá því 2002.