Í sjötta Ljóð­bréfi Tunglsins, sem borið verður heim til kostunar­manna undir fullu tungli 8. desem­ber næst­komandi, má meðal annars finna nokkur ó­birt ljóð eftir skáldið Ei­rík Guð­munds­son sem lést svip­lega í sumar.

Í frétta­til­kynningu frá Tunglinu segir: „Ei­ríkur var inn­blásið skáld og sannur orð­lista­maður, á prenti sem í út­varpi. Að honum er sjónar­sviptir í ís­lensku menningar- og lista­lífi. Hin ein­staka rödd hans lifir hins vegar á­fram í textum hans og ljóðum.“

Að Tunglinu standa þeir Ragnar Helgi Ólafs­son og Dagur Hjartar­son.
Mynd/Samsett

Einstakt ljóðskáld og orðlistamaður

Að Tunglinu standa þeir Ragnar Helgi Ólafs­son og Dagur Hjartar­son. Ragnar Helgi segir Ei­rík Guð­munds­son hafa verið góð­vin Tunglsins.

„Ei­ríkur var vinur okkar og við höfðum falast eftir ljóðum frá honum í Ljóð­bréf áður. Við vissum að Ei­ríkur var að vinna í hand­riti að ljóða­bók og okkur langaði að minnast hans á ein­hvern veg í þessu hefti því hann var nú ein­stakt ljóð­skáld og orð­lista­maður.“

Ragnar bætir því við að hann og sam­starfs­maður hans hjá Tunglinu Dagur Hjartar­son vilji sér­stak­lega þakka syni Ei­ríks, Kol­beini Orfeusi, fyrir að veita þeim leyfi til að birta ljóð úr hand­riti föður síns.

Við vissum að Ei­ríkur var að vinna í hand­riti að ljóða­bók og okkur langaði að minnast hans á ein­hvern veg í þessu hefti því hann var nú ein­stakt ljóð­skáld og orð­lista­maður.

Í ljóð­bréfinu má einnig finna ljóð eftir fjöl­breyttan hóp ís­lenskra og er­lendra skálda. Meðal höfunda í sjötta hefti eru Gyrðir Elías­son, Natasha S., Haukur Ingvars­son, Páll Haukur Björns­son, Sjón, Elísa­bet Jökuls­dóttir, Pétur Gunnars­son, Ana Mjall­hvít Dreka­dóttir og Anne Car­son. Kanadíski rit­höfundurinn og forn­fræðingurinn Anne Car­son er eitt þekktasta nú­lifandi ljóð­skáld heims en hún hefur á síðustu árum komið sér fyrir á Ís­landi og býr hér hluta ársins.

„Okkur Dag dreymdi um að það væri nú skemmti­legt ef það kæmi bara inn um lúguna hjá manni svona ljóða­pakki og ekki endi­lega eitt­hvað sem maður þekkti sjálfur eða hefði valið sér, heldur eitt­hvað ó­vænt líka,“ segir Ragnar um upp­tök Ljóð­bréfsins.

Þeir sem hafa á­huga á að fá sent Ljóð­bréf heim til sín geta skráð sig í á­skrift á tunglid­.com.