Síðasta vika sýningar Margrétar Jóns­dóttur, Útópía/Stað­leysa, stendur nú yfir í Grafík­salnum í Hafnar­húsinu, hafnar­megin. Sýningin stendur yfir til 2. októ­ber og er opin alla daga á milli klukkan 14 og 18. Þar sýnir Margrét verk sem hún hefur unnið undan­farin þrjú ár og málað með náttúru­legum efnum.

„Ég vinn út frá því sem ég nem í um­hverfi mínu en ég hef lengi unnið út frá hug­leiðingum um lífs-ævina og bar­áttuna sem því fylgir að stunda list sína með öllum þeim upp­á­komum sem því fylgir,“ skrifar Margrét í sýningar­skrá.

Margrét Jóns­dóttir er fædd í Reykja­vík árið 1953. Hún á að baki tæp­lega fimm­tíu ára langan starfs­feril og starfar við mynd­list á Ís­landi og í Frakk­landi.

Margrét stundaði nám við Mynd­lista- og hand­íða­skóla Ís­lands í frjálsri mynd­list og grafískri hönnun, masters­nám við Central Saint Martins College of Art í London og kláraði diplóma frá Kennara­há­skólanum. Hún hefur haldið yfir 50 einka­sýningar og tekið þátt í fjölda sam­sýninga hér á landi og er­lendis.

Margrét var einn af stofn­endum Gallery Suður­götu 7 sem var mikil­væg mið­stöð í þróun fram­línu­mynd­listar á Ís­landi. Hún er einn stofn­enda Hags­muna­fé­lags Mynd­listar­manna sem var undan­fari Sam­bands ís­lenskra mynd­listar­manna á­samt stofnun SÍM. Verk eftir Margréti eru í eigu helstu lista­safna landsins.