Olivia Newton-John og John Tra­volta komu síðast fram saman og sungu í Grea­se karakter á Flórída í Banda­ríkjunum árið 2019. Mynd­bönd af þeirra síðustu fram­komu má sjá neðst í fréttinni.

Olivia og John gerðu per­sónurnar Sandy Ols­son og Danny Zuko ó­dauð­legar í söngva­myndinni sem kom út fyrir 44 árum, árið 1978. Þau áttu eftir að koma reglu­lega saman að nýju til að syngja og blása lífi í karakterana.

Árið 2019 komu þau fram á sér­stökum við­burði sem bar nafnið Meet N' Grea­se þar sem að­dá­endum gafst kostur á að hitta þau í kvik­mynda­húsi í West Palm Beach þar sem þau voru meðal annars klædd í karakter.

Bæði sögðust þau hafa verið hmin­lifandi með hittinginn, enda ekki oft í bandi. „Ég gat ekki hætt að hlæja, þetta var stór­kost­legt,“ sagði Olivia en fleiri leikarar úr myndinni mættu og tóku þau lagið saman eins og má sjá hér að neðan.

„Það elska þessa mynd allir enn þann dag í dag. Spennan í fólki, þetta var stór­kost­legt, ég trúði þessu ekki, fólk elskar þessa mynd enn­þá!“ sagði Olivia.

Frétta­blaðið tók saman hér að neðan nokkur skipti sem Olivia og John hittust og tóku lagið saman í gegnum árin:

Árið 2019:

Árið 2012:

Árið 2002: