Bandaríski leikarinn Brad Pitt heldur áfram að töfra áhorfendur í gegnum hvíta tjaldið með hverjum smellinum á fætur öðrum og er sá nýjasti sýndur í kvikmyndahúsum þessa dagana, Bullet Train í leikstjórn David Leitch. Brad er einn þekktasti leikari heims og er margverðlaunaður á þrjátíu og fimm ára ferli. Hann er fæddur árið 1968 og er því 58 ára gamall.

Brad Pitt skaust upp á stjörnuhimininn eftir leik í hinni geysivinsælu kvikmynd leikstjórans Ridley Scott, Thelma & Louise frá árinu 1991. Kvikmyndir eins og Interview with the Vampire, Seven, 12 Monkeys og Fight Club komu honum endanlega á kortið og frá aldamótum hefur hann verið í flokki fremstu leikara í Hollywood.

Samhliða kvikmyndaleiknum hefur Brad Pitt verið stjarna í orðsins fyllstu merkingu og fjölmiðlar fylgt honum við hvert fótmál. Hann er sex barna faðir og á tvö hjónabönd að baki, annars vegar með leikkonunni Jennifer Aniston og síðar með Angelinu Jolie.

Shalane McCall úr Dallas, Guffi og, Brad Pitt í Beverly Hills árið 1988.
Fréttablaðið/Getty
Brad Pitt við módelstörf í London árið 1988.
Fréttablaðið/Getty
Glaður í gulum bol árið 1990.
Fréttablaðið/Getty
Enn í gulu á forsýningu My Private Idaho í Los Angeles árið 1991.
Fréttablaðið/Getty
Á bransaviðburði í Las Vegas árið 1993. Hér hefur hárið fengið að vaxa.
Fréttablaðið/Getty
Með aflitað hár í vesti á viðburði á vegum VH1 tónlistarsjónvarpsstöðvarinnar árið 1994. Stíllinn hér minnir óneitanlega á Kurt Cobain sem var einskonar tískukonungur grunge-senunnar.
Fréttablaðið/Getty
Síðhærður í grunge-tískunni ásamt meðleikkonu sinni Jitka Pohledek úr Legends of the Fall á frumsýningu í Los Angeles árið 1995.
Fréttablaðið/Getty
Í kvöldklæðnaði á Englandsforsýningu Legends of the Fall árið 1995, með leikkonuna Gwyneth Paltrow upp á arminn en þau voru Hollywood-ofurpar um tíma.
Fréttablaðið/Getty
Árið 1996 á Beverly Hills Hótelinu í Beverly Hills. Gleraugun, stóri kraginn á skyrtunni, bartarnir og skeggið staðsetja stílinn kyrfilega innan tískusögunnar.
Fréttablaðið/Getty
Leðurjakkaklæddur með verðandi eiginkonunni Jennifer Aniston árið 1998.
Fréttablaðið/Getty
Í Óskarsverðlaunapartýi Vanity Fair árið 2000. Snyrtilegur og svartklæddur með náttúrulegan hárlit.
Fréttablaðið/Getty
Snöggklipptur á frumsýningu Along Came Polly árið 2004.
Fréttablaðið/Getty
Með Angelinu Jolie árið 2008 á Critics Choice Awards í Los Angeles. Lubbaleg hárgreiðsla, treflar og stórir kragar voru því miður málið á þessum tíma.
Fréttablaðið/Getty
Að fylgjast með leik New Orleans Saints í NFL deildinni árið 2010. Kominn með svokallað leikstjóraskegg og húfu. Nýr stíll.
Fréttablaðið/Getty
Með þáverandi eiginkonunni Angelinu Jolie á Palm Springs International Film Festival Awards Gala í Kaliforníu 2012.
Fréttablaðið/Getty
Angelina Jolie og Brad Pitt í stíl á BRIT verðlaununum 2014 í Konunglega óperuhúsinu í London.
Fréttablaðið/Getty
Á Golden Globe verðlaununum 2016, í félagi við Ryan Gosling.
Fréttablaðið/Getty
Á tuttugustu og öðrum Hollywood Film Awards verðlaununum árið 2018.
Fréttablaðið/Getty
Á tuttugustu AFI verðlaununum ásamt leikaranum Adam Driver.
Fréttablaðið/Getty
Á Óskarsverðlaununum 2021.
Fréttablaðið/Getty
Pilsklæddur á frumsýningu kvikmyndarinnar Bullet Train í hörfatnaði sem vakti mikla lukku á sýningartúrnum.
Fréttablaðið/Getty