Lífið

Sextán pönklög verða á plötunni Útvarp Satan

Pönkhljómsveitin Austurvígstöðvarnar hefur tilkynnt að fyrirhuguð hljómplata hennar muni koma út í júlí og bera titilinn Útvarp Satan og ekki leynir sér að umslag hennar er stæling á lógói Útvarps Sögu.

Augljóst er að umslag pönkplötu Austurvígstöðvanna er byggt á merki Útvarps Sögu.

Pönkhljómsveitin Austurvígstöðvarnar, og þá helst textahöfundur hennar, séra Davíð Þór Jónsson, hafa verið áberandi í umræðunni eftir að greint var frá því að eitt laganna, Arnþrúður er full, á væntanlegri hljómplötunni væri harkaleg ádeila á Útvarp Sögu og útvarpsstjórann Arnþrúði Karlsdóttur.

Á Útvarpi Sögu var brugðist hart við laginu og eins og Fréttablaðið greindi frá í dag hefur embætti biskups borist formleg kvörtun yfir sóknarprestinum Davíð Þór Jónssyni. Þá hefur Davíð Þór verið hvattur til þess að stefna Arnrþúði og Pétri Gunnlaugssyni fyrir meiðyrði en hann telur ólíklegt að hann nenni að standa í slíku.

Sjá einnig: Davíð Þór sýnir „hugar­far dópistans“ 

Óhætt er að segja að pönkararnir hafi svarað reiðilestri Arnþrúðar og Péturs í beinni útsendingu með nafni og tilti plötunnar sem er síst til þess fallið að lægja brimskaflana á öldum ljósvakans.

„Hljómplatan „Útvarp Satan“ kemur út þriðjudaginn 3. júlí. Hún mun innihalda 16 pönklög og verður gefin út á geisladiski og vínyl,“ segir í tilkynningu frá Austurvígstöðvunum. Þar er einnig bent á að hægt er að kaupa plötuna í forsölu á Karolina Fund og fólk hvatt til þess að láta þessi boð um plötuna út ganga, í nafni byltingarinnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Davíð Þór nennir ekki „böggi og leiðindum“

Innlent

Davíð Þór fær óvæntan stuðning á vef Útvarps Sögu

Innlent

Davíð Þór sýnir „hugar­far dópistans“

Auglýsing

Nýjast

Mynd­band: PewDi­ePi­e lét sér ekki leiðast á Ís­landi

YouTu­be-par fagnaði ástinni hér á Fróni

​Friðrik Ómar, Tara og Kristina áfram í úrslit

Dor­rit hæst­á­nægð með Nan­cy Pelosi

Borgar­full­trúi pirrar sig á RÚV appinu

Allir flokkar sýndir í beinni eftir mót­mæli Hollywood

Auglýsing