Þrátt fyrir að húð­flúr séu val hvers og eins og gríðar­lega per­sónu­bundin eru sum húð­flúr alltaf vin­sælli en önnur. Blaða­menn breska miðilsins In­dependent hafa tekið saman nokkur húð­flúr sem þú getur búist við að sjá á fleiri en einum.

Þar eru húð­flúr sem við gætum því flokkað sem klisjur, þó það sé auð­vitað alltaf fín lína á milli þess að eitt­hvað sé „vin­sælt“ og að það sé „klisja,“ líkt og segir í um­fjöllun breska miðilsins.

Þar segir að haft hafi verið sam­band við þá sem hafa húð­flúr­gerð að at­vinnu. Sex húð­flúr eru sögð sér­stak­lega vara­söm, ætli fólk sér að hafa eitt­hvað frum­legt á eigin líkama.

Dauða­djásnin úr Harry Potter

Harry Potter merkið sem merkir Dauða­djásnin svo­kölluð er geysi­vin­sælt og má sjá á hand­leggjum mjög margra. Yllis­sprotinn, huliðs­skikkjan og dauða­steinninn saman í einu merki.

Þekktar byggingar

Sam­kvæmt um­fjöllun In­dependent eru heims­frægar byggingar önnur klisja þegar það kemur að húð­flúrum. Er þar sér­stak­lega nefnd Empi­re Sta­te byggingin í New York og Frelsis­styttan. Ekki fylgir sögunni hvort Hall­gríms­kirkja sé vin­sælt húð­flúr.

Fingratattú

Þriðja klisjan sam­kvæmt tattúartistum eru fingratattú. Segir í um­fjöllun breska miðilsins að margir neiti hrein­lega að húð­flúra á þeim stað, enda séu húð­flúr þar gjarnan fljót að dofna.

Húð­flúr af Pin­terest

Sam­kvæmt hinum 30 ára gamla húð­flúr­meistara Naresh er gríðar­lega al­gengt að fólk mæti með hinar ýmsu myndir af hönnunar­síðunni Pin­terest.

Barna­nöfn

Í um­fjöllun In­dependent segir að nöfn af­kvæma séu oftar en ekki gríðar­lega vin­sæl sem húð­flúr. Minnir greinar­höfundur á að for­eldrar muni ó­lík­lega gleyma nöfnum eigin barna og því lík­legast ó­þarfi að húð­flúra nafnið á eigin líkama.

Rósir

Sam­kvæmt um­fjöllun breska miðilsins eru rósir mesta klisjan þegar það kemur að húð­flúrum. Flestir biðja um rósir á tattúst­ofunni West 4 Tatt­oo sem stað­sett er í New York City. Höfundarnir segjast reyndar sjálfir skilja það vel, enda rósir fal­legar og flottar.