Það hefur lík­lega ekki farið fram hjá neinum að bylgja mót­mæla gegn kyn­þátta­mis­rétti og lög­reglu­of­beldi hefur farið um alla sam­fé­lags­miðla síðustu daga. Upp­spretta þess er mynd­band af lög­reglu­þjóni í Minnea­polis krjúpa á hálsi ó­vopnaðs svarts manns þar til hann lést.

Maðurinn hét Geor­ge Floyd og hefur dauði hans orðið til fjölda­mót­mæla um öll Banda­ríkin og víðar þar sem fólk kallar eftir rétt­læti.

Sýni samstöðu í verki

Myllu­merkið #BlackLi­ves­Matter hefur sjaldan verið jafn mikið notað, og í gær birtu þúsundir not­enda svarta mynd með myllu­merkinu #BlackouTu­es­day til að sýna sam­stöðu og minna á á­standið í Banda­ríkjunum.

Nú kalla aktiv­istar um allan heim eftir því að fólk sýni ekki að­eins sam­stöðu í orði heldur einnig á borði, ýmist með því að fræða sig eða taka þátt í bar­áttunni gegn kyn­þátta­mis­rétti. Eitt af því sem hvítt fólk getur gert er að líta í eigin barm og vera með­vitað um eigin for­réttindi.

Hér eru sex bækur sem mælt er með að lesa:

How to Be an Antira­cist eftir I­bram X. Kendi, 2019

I­bram X. Kendi varpar fram hug­myndinni um and-ras­isma og endur­mótar sam­talið um kyn­þátta­for­dóma. Í bókinni fær Kendi les­endur til að hug­leiða hvernig and-rasískt sam­fé­lag gæti litið út og hvernig sé hægt að leggja sitt af mörkum í upp­byggingu þess.

Bókin er sam­blanda af sið­ferði, sögu, lög­fræði og vísindum á­samt per­sónu­legri rödd Kendi, sem talar um eigin reynslu og upp­götun á and-ras­isma. How to Be an Antira­cist er ó­missandi leiðar­vísir fyrir les­endur sem vilja ganga skrefinu lengra og taka þátt í upp­byggingu for­dóma­laus sam­fé­lags.

Me and White Suprema­cy: Com­bat Ra­c­ism, Change the World, and Become a Good Ancestor eftir Layla Saad, 2020

Layla Saad fer með les­endur sína í 28 daga ferða­lag þar sem hún sýnir fólki hvernig það getur upp­rætt for­réttindin sem dvelja innra með þeim og hætt að (ó­af­vitandi) valda lituðu fólki skaða.

Hreyfing Saad varð að á­skorun á Insta­gram á sínum tíma og varð til þess að þúsundir not­enda deildu rasískri hegðun sem þau höfðu gerst sek um að fremja í gegnum tíðina. Höfundurinn leitar að sann­leikanum og deilir frá­sögnum og skrýtlum með sögu­legu og menningar­legu í­vafi. Bók fyrir fólk sem vill skilja eigin for­réttindi og leggja hönd á plóg.

White Rage/ The Uns­po­ken Truth of Our Ra­cial Divide eftir Carol Ander­son, 2017

Sagn­fræðingurinn Carol Ander­son út­listar sögu svartra í Banda­ríkjunum og sýnir fram á að „Black rage“ eða reiði svartra sé í raun „White rage“ eða reiði hvítra. Sagn­fræðingurinn tekur saman stóra á­fanga í sögu svarts fólks í Banda­ríkjunum frá árinu 1865 og segir söguna frá öðru sjónar­horni.

Ander­son tengir saman sögu­lega við­burði þar sem fram­þróun svartra í Banda­ríkjunum er mætt með mót­spyrnu og við­námi. White Rage varpar ljósi þá hvítu reiði sem hefur mótað sögu svartra í áranna rás.

,,So You Want to Talk About Race" eftir I­jeoma Oluo, 2018

I­jeoma Oluo kannar flókið kyn­þátta­lands­lag Banda­ríkjanna, frá hvítum for­réttindum til Black Lives Matters hreyfingarinnar, notkun N orðsins til lög­reglu­of­beldis, með þessum og fleiri um­fjöllunar­efnum fjallar höfundur á skýran hátt um stöðu kyn­þátta­mis­réttis í landinu.

Oluo svarar spurningum sem fáir þora að spyrja og út­skýrir hug­tök sem virðast á tímum smjúga úr greipum al­mennings.

Why I’m No Lon­ger Talking to White Peop­le About Race eftir Renni Eddo-Lod­ge, 2017

Breski höfundurinn Reni Eddo-Lod­ge vakti mikla at­hygli fyrir að skrifa um að hún væri komin með nóg af því að um­ræðan um kyn­þátta­mis­rétti í Bret­landi væri al­farið stjórnað af fólki sem liði ekki fyrir slíkt mis­rétti. Úr þeirri um­ræðu varð bókin Why I’m No Lon­ger Talking to White Peop­le About Race til.

Eddo-Lod­ge stiklar á stóru og ræðir sögu svartra, yfir­ráð hvíta mannsins, hvít­þvott femín­isma og hvernig allt tengist ó­hjá­kvæmi­lega saman og tengist stöðu og kyn­þætti. Mikil­væg bók um hvað það þýðir að vera lituð manneskja í Bret­landi í dag.

White Fragility/ Why It’s So Hard for White Peop­le to Talk About Ra­c­ism eftir Robin J. Diangelo, 2018

White Fragility sló ræki­lega í gegn þegar hún kom út en við­fan­gefni bókarinnar eru öfug­verkandi við­brögð hvítra þegar við­horf þeirra á kyn­þáttum er gagn­rýnt. Robin J. Diangelo sýnir fram á að slík við­brögð séu ein­mitt það sem við­haldi kyn­þátta­mis­rétti.

Hvít við­kvæmni ein­kennist af reiði, ótta og skömm og hegðun á borð við rök­semdar­færslu og þögn. DiAngelo rann­sakar hvernig hvít við­kvæmni þróast og hvað sé hægt að gera til að eiga í þýðingar­meiri sam­tali milli kyn­þátta.