Leik­ar­inn Willi­e Garson, sem er þekkt­ast­ur fyr­ir hlut­­verk sitt sem Stan­ford Blatch í þátt­un­um Sex and the City, er lát­inn 57 ára að aldri.

Son­ur hans sagði frá þessu en ekki hefur verið greint frá dánar­or­­sök Garson.

Í þátt­un­um lék Garson vin aðal­per­sónu þáttanna Charri­e Brads­haw, sem leikin var eftir­minni­lega af Sarah Jessi­ca Parker.

Að und­an­­förnu hafði Garson verið í tökum við fram­halds­þætti Sex and the City, And Just Like That.

Garson var einnig þekkt­ur fyr­ir hlut­­verk sitt sem svika­hrapp­ur­inn Mozzi­e í sjón­­varps­þátt­un­um White Collar.

Þá fór hann einnig með hlut­verk í kvik­myndunum There’s So­met­hing About Mary, Being John Mal­ko­vich, Fe­ver Pitch og Ground­hog Day, svo eitt­hvað sé nefnt.