Hannes Þór Halldórsson, kvikmyndagerðarmaður og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu setti uppstoppað DVD-safn upp á vegg heima hjá sér, afar ánægður með verkið.

Hannes birti mynd af sér á Instgram með verkinu sem er stærðarinnar rammi með 84 DVD myndum.

Ekki leynir á kvikmyndaáhuganum en í rammanum eru vinsælar kvikmyndir á borð við Gladiator, Kill Bill, Indiana Jones, Face off, ET og Shawshank Redemption.

„Ég er að elska þetta en Halla ekki eins mikið,“ skrifar Hannes um viðbrögð eiginkonunnar.

Líkt og landsmönnum er kunnugt gerði Hannes garðinn frægan í íslenskum kvikmyndaheimi með myndina Leynilögga sem var tilnefnd í flokki gamanmynda á Evrópsku kvik­mynda­verð­laununum.