Einbýlishús sem staðsett er við Huldubraut 46 í Kópavogi er verðlagt á 297 milljónir króna en við síðustu sölu var kaupverð eignarinnar 86 milljónir.

Eignin sem telur 331 fermetra var síðast seld árið 2015 en fáist uppsett kaupverð fyrir eignina er um 211 milljóna króna hækkun að ræða.

Fermetraverð eignarinnar hefur þannig farið frá 260.290 krónum í 897.281 krónur á 7 árum.

Fasteignamat eignarinnar er 129,6 milljónir. Tekið er þó fram að tilvonandi fasteignarmat á eigninni árið 2023 verði rúmlega 174 milljónir króna

Hægt er að sjá á myndum hér fyrir neðan að um sérlega fallega eign er ræða fyrir þá sem hafa ráð á kaupverðinu.

Húsið má einnig skoða á fasteignavef Fréttablaðsins.

Eignin mikið endurnýjuð

Í lýsingu á eigninni segir að um sérlega fallegt einbýlishús á pöllum sé að ræða. Eignin sé sannkölluð útsýnisperla, í vesturbæ Kópavogs.

Eignin hefur verið mikið endurnýjuð að innan ásamt lóð á árunum 2015 til 2021 að því er fram kemur í lýsingu.

Andyrið er einstaklega rúmgott og rammað inn með þessari fallegu tvöföldu hurð.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mikið rými og birta er í eigninni.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Stofan er einkar falleg og er gott útsýni frá henni.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Eldhúsið er sérlega falleg og inniheldur stóra eyju með kvartsteinsplötu. Innréttingin er úr Eirvík og eldhústækin frá Miele.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Rúmgóð vinnuaðstaða með útsýni.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Húsið inniheldur auka íbúð með sér eldhúsi á jarðhæð.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Bílskúrinn er sérlega stór og hægt að koma fyrir tveimur bílum. Þá er einnig hægt að koma sér upp leikfimisal þar.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Pallurinn er stór
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun