Spjall­þátta­stjórnandinn Seth Meyers fékk til sín söng­konuna Ri­hönnu í vikunni en í stað þess að mæta til hans á setti á­kváðu þau þess í stað að fá sér nokkra drykki saman og er ó­hætt að segja að út­koman hafi verið nokkuð stór­kost­leg.

Í inn­slaginu hellti Meyers meðal annars upp á nokkra frekar ein­kenni­lega drykki og bjó til kok­teila en það er nokkuð ljóst að spjall­þátta­stjórnandinn varð fyrir inn­blæstri af nokkrum af lögum Ri­hönnu. Bauð hann meðal annars upp á drykkina „Diamond in the Rye“ sem inni­hélt rúg­brauð og „Bitch bet­ter have my Bunny“ þar sem súkku­laði­kanínur voru notaðar sem drykkjar­höld.

Í síðari hluta inn­slagsins tók Seth sig svo til og gerði sitt allra besta til að syngja lög Ri­hönnu með heyrnar­tól á sér en það er nokkuð ó­hætt að segja að söng­konan hafi verið afar hrifin, enda náðu þau gífur­lega vel saman.