Niður­stöður ó­form­legrar könnunar á sam­fé­lags­miðlum benda til þess að sá fatnaður sem helst kemur upp um þjóð­erni Ís­lendinga í út­löndum sé svartur klæðnaður í bland við flíkur frá ís­lenska úti­vistar­fyrir­tækinu 66°Norður.

Lands­menn kannast við til­finninguna sem skapast á ferða­lögum er­lendis þegar Ís­lendingar mæta ó­vænt öðrum Ís­lendingum, ef til vill þar sem mann­mergð er mikil eða utan helstu ferða­manna­staða.


Þetta skapar gjarnan undar­legt and­rúms­loft og sér í lagi í að­draganda þess sem ýmist er al­gjör hundsun eða eitt hressi­legt: „Góðan daginn, eruð þið Ís­lendingar?“


Það er fleira en tungu­málið sem ein­kennir Ís­lendinga á ferð, og sam­kvæmt ó­form­legri könnun á Twitter, þar sem tugir svara bárust, mynduðust á­kveðnar línur í þeim klæðnaði sem Ís­lendingar telja ein­kenna sam­landa sína á ferða­lagi er­lendis.

Íslendingur sem bjó á Spáni fullyrti að Íslendingar væru eina þjóðin sem léti sjá sig í sokkum með sandölum.
Fréttablaðið/Getty