Lífið

Sergei Loznitsa á RIFF

Forsvarsmenn RIFF segja að um sé að ræða einn áhugaverðasta kvikmyndagerðarmann samtímans.

Mynd Sergei Loznitsa er framlag Úkraínu til Óskarsverðlauna.

Úkraínski kvikmyndagerðarmaðurinn Sergei Loznitsa verður gestur kvikmyndahátíðarinnar RIFF í lok september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum RIFF. 

Loznitsa vann til verðlauna á síðustu Cannes-hátíð og mynd hans er framlag Úkraínu til Óskarsverðlauna. „Hann mun halda málþing um stríð og falsfréttir þegar hann verður á hátíðinni og mun sýna nýjustu myndirnar sínar og svara spurningum um þær,“ segir í tilkynningunni.

Donbass, nýjasta myndin hans, verður opnunarmynd RIFF hátíðarinnar í ár.

Í umsögn um manninn segir meðal annars: „Myndir Loznitsa eru áhrifamikil og róttæk listaverk, sem fela oftar en ekki í sér harða en þó launfyndna ádeilu á nútímasamfélag, og bakgrunnur hans í kvikmyndatöku skilar sér í meistaralegu myndmáli. Það má með sanni segja að Sergei Loznitsa sé einhver áhugaverðasti kvikmyndagerðarmaður samtímans.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Menning

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Lífið

Margt er gott að glíma við

Auglýsing

Nýjast

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Freistandi konudagsréttir

Upplifa enn mikla skömm

Kvika er hryllingssaga um ástina

Leyfir gestum að húðflúra sig á sýningu

Auglýsing