Hin heimsfræga tenniskona, Serena Williams deilir reglulega myndum af sér og dóttur sinni, Alexis, fjögurra ára, á Instagram þar sem þær eru í fötum í stíl.

Á nýjustu myndinni sem Williams deildi, má sjá þær mæðgur í bleikum kjólum frá tískurisanum Balmain. „Hey, manstu eft­ir því þegar við vor­um í Par­ís? Við vor­um flott­ast­ar,“

skrifaði Williams við mynd­ina af þeim mæðgum og merkti dótturina á myndina, sem er með sinn eigin aðgang á Instagram.

Balmain hefur nýlega gert fyrirsætusamning við mæðgurnar.
Mynd/Instagram
Mæðgurnar í eins sundfötum.
Mynd/Samsett
Alexis í eins partý dressi og mamman.
Mynd/Instagram
Kósígallinn og náttfötin eru líka í stíl.
Mynd/Samsett