Lífið

Séra Davíð Þór pönkast á Piu í svína­stíu

Séra Davíð Þór Jóns­son, for­söngvari pönk­hljóm­sveitarinnar Austur­víg­stöðvarnar, hefur samið pönktexta til­einkaðan Piu Kjærs­ga­ard og vandar henni ekki kveðjurnar í kvæðinu sem hann kallar Svína­stía.

Séra Davíð segir Piu vera „andlega rotþró“ og „siðferðilega svínastíu“ í nýjum pönktexta.

Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, er forsöngvari og textahöfundur pönkhljómsveitarinnar Austurvígstöðvarnar. Hann birti á heimasíðu sveitarinnar nýjan pönktexta í gær þar sem Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins og fyrrum formaður Danska þjóðarflokksins, fær það óþvegið.

Textann nefnir séra Davíð Þór Svínastía og hann hefst á þessum orðum:

„Hún, sem vill alls ekkert gera gott

þeim sem gráta af neyð og harmi,

er mætt á þingpalla fín og flott

með fálkaorðu í barmi.“

Og áfram heldur Davíð Þór og lýkur erindinu svona:

„Því hátíð mikla halda á

og henni var boðið að gista.

Öllum er lokuð Almannagjá

nema útlenskum nýnasista.“

Sjá einnig: Elísabet Rónalds skilar fálkaorðunni vegna Piu

Jón Knútur Ásmundsson, trommuleikari Austurvígstöðvanna, deilir slóðinni á Svínastíu á Facebook þar sem hann segir textahöfund ársins vera í hljómsveitinni sinni og að um „mál málanna“ hafi hann þetta að segja. Samkvæmt fyrirmælum Austurvígstöðvanna á ekki að lesa „nýjasta texta Austurvígstöðvanna. Öskrið hann.“

Hljómsveitin gaf nýlega út sína fyrstu hljómplötu, Útvarp Satan, og við það tækifæri sagði séra Davíð Þór í samtali við Fréttablaðið að fyrir honum snúist pönkið um „attitjúdd“ og óhætt er að segja að nóg sé af slíku í textum hans.

Sjá einnig: Hlýtur að vera pláss fyrir einn pönkara í prestastétt

Hann sagði markmið þeirra að ögra eða í það minnsta bregða upp „svipmyndum af samfélagi okkar og viðhorfum sem okkur finnst ástæða til að hæða. Og því miður bendir fátt til þess að hljómsveitin verði uppiskroppa með yrkisefni í bráð.“


Svínastía

Hún, sem vill alls ekkert gera gott

þeim sem gráta af neyð og harmi,

er mætt á þingpalla fín og flott

með fálkaorðu í barmi.

Því hátíð mikla halda á

og henni var boðið að gista.

Öllum er lokuð Almannagjá

nema útlenskum nýnasista.

Hvernig liði þér ef þú þyrftir að flýja

og þér yrði tekið í landinu nýa

eins og þú mætir öðrum, Pia?   

Andlega rotþró

og siðferðilega svínastía.

Hún opnar munninn og andleysið streymir

eins og lækur að vori

um arfinn sem þjóðin okkar geymir

af arískum kjark og þori.

Það gengur á með grunnhyggnu masi

um gæði hins norræna kjöts

af þjóðernishyggju sem Hriflu-Jónasi

hefði þótt „too much“.

Hvernig liði þér …

Til baka komst hún heilu og höldnu,

sem er hneisa eins og allir sjá.

Í denn var hyski Dana böldnu

drekkt hér í næstu á.

Allt er á leiðinni niður og norður;

nasisminn lifnaður við

og á fasista hengum við fálkaorður.

Þeir fá hér skjól og grið.

Hvernig liði þér …

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Pia segist ekki hafa tekið eftir neinu á fundinum

Innlent

Pia Kjærsgaard himinlifandi með Ísland

Innlent

Helga Vala gekk út þegar Pia Kjærs­ga­ard steig á svið

Auglýsing

Nýjast

Mynd­band: PewDi­ePi­e lét sér ekki leiðast á Ís­landi

YouTu­be-par fagnaði ástinni hér á Fróni

​Friðrik Ómar, Tara og Kristina áfram í úrslit

Dor­rit hæst­á­nægð með Nan­cy Pelosi

Borgar­full­trúi pirrar sig á RÚV appinu

Allir flokkar sýndir í beinni eftir mót­mæli Hollywood

Auglýsing