Það styttist í vorið og margir landsmenn eru orðnir spenntir fyrir því að geta notað garðinn sinn meira með hækkandi sól. Margir eiga sér þann draum að fara í framkvæmdir í garðinum og auka möguleikana á afþreyingu utan dyra með því stækka heimilið út.

Í þættinum Matur og heimili á Hringbraut heimsækir Sjöfn Þórðar landslagsarkitektinn Björn Jóhannsson hjá Urban Beat á vinnustofuna og fær innsýn hvað verður heitast í garða- og palla hönnun í ár. Björn er áhorfendum vel kunnugur og hefur verið á skjánum með Sjöfn þar sem hulunni hefur verið svipt af nokkrum drauma görðum.

Mynd/Urban beat

Björn segir að síðastliðið ár hafi verið með ólíkindum annasamt og hann hafi aldrei séð jafn marga garða byggjast upp með hugmyndafræði Urban Beat. Hugmyndafræði Urban Beat snýst um að hanna þannig að það sé jafn skemmtilegt að vera út í garði og að vera inni, helst allan ársins hring.

Mynd/Urban beat

Árið 2022 var árið sem spa og dekur færðist inn í garðinn.

„Garðurinn er að verða sannkallað spa-svæði. Með auknum vinsældum crossfit æfinga sem heilsubót verður krafan um æfingasvæði í garðinum algengara. Ég fyrir mér að á árinu verði íþróttahlutinn tekinn enn lengra. Í flestum görðum má reisa 15 metra smáhýsi sem fólk hefur nýtt sér á ýmsan hátt. Það má til að mynda sjá fyrir sér spinning hjól sem snýr að stórum útsýnisglugga,“ segir Björn og er kominn á fullt að hanna nýjustu trendin í þó nokkrar garða.

Matur og heimili var á dagskrá Hringbrautar á þriðjudagskvöld en þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan.