At­hafna­maðurinn Ás­geir Kol­beins­son segist sjá eftir því að hafa selt skemmti­staðinn Austur til rangra aðila. Þetta kom fram í nýjasta þætti Áttunnar af Burning Qu­estions, þar sem Ás­geir settist niður og svaraði nokkrum erfiðum spurningum.

Þar var hann meðal annars spurður að því hverju hann sjái mest eftir í við­skipta­lífinu. Það var um­rædd sala. „[Þetta var] eitt­hvað sem maður sá ekki fyr­ir en þetta gerðist og ég sé eft­ir því þannig, en sumu er bara ekki hægt að stjórna.“

Þá segist Ás­geir einnig sjá eftir því að hafa leyft leikara í dular­gervi að reyna við sig eins lengi og raun bar vitni í sjón­varps­þættinum Tekinn árið 2007.

„Ég held að það heimsku­legasta sem ég hef gert var það, að leyfa leikaranum í Tekinn að reyna við mig,“ segir Ás­geir. Hann segir að hann hefði strax átt að bregðast við.

„Málið er það, ég veit ekki hversu lengi ég var að hrista þetta af mér […] Ég held þetta gildi bara al­mennt. Þú átt ekki að leyfa ein­hverjum að reyna við þig, sem þú vilt ekki að sé að reyna við þig,“ segir hann.