Kate Midd­let­on sendi vinum sínum vand­ræða­leg skila­boð í ár­daga sam­bands síns við Willi­am Breta­prins, þar sem hún bað um að þeir kölluðu sig öðru nafni heldur en Kate. Það er breska götu­blaðið Mirror sem greinir frá.

Þar kemur fram að her­toga­ynjan hafi sent tölvu­póst til vina sinna í há­skóla árið 2008. Þar bað hún þá um að kalla sig C­at­herine í stað Kate, en það er það sem með­limir konungs­fjöl­skyldunnar kalla her­toga­ynjuna.

Hefur miðillinn eftir vinum Kate að þeir hafi verið gáttaðir á beiðninni. Hún hafi þótt frekar vand­ræða­leg, þó hún hafi verið gerð í góðu gamni. „Allir vissu að allt væri að fara að gerast, en við vorum nokkuð hissa á þessari beiðni,“ segir ó­nafn­greindur vinurinn.

Hjónin giftu sig svo loksins árið 2011. Nafnið C­at­herine festist aldrei í al­mennri notkun. Hefur her­toga­ynjan raunar aldrei verið kölluð neitt annað en Kate allar götur síðan hún steig fram sem kærasta prinsins.