Nú­tíma­lista­safnið Kunsten í Ála­borg hefur krafið lista­manninn Jens Haaning um að skila 534.000 dönskum krónum (and­virði um 10,9 milljónum ís­lenskra króna) sem hann fékk til að fram­leiða verk fyrir lista­safnið.

Á­stæðan er sú að lista­maðurinn skilaði af sér tómum strigum. Haaning hafði verið beðinn um að endur­skapa tvö af eldri verkum sínum með peninga­seðlum, en verkin áttu að tákna meðal­árs­laun í Dan­mörku og Austur­ríki.

Í staðinn á­kvað hann að halda peningunum fyrir sjálfan sig og skilaði af sér tveimur tómum strigum með titlinum „Take the Mon­ey and Run“ eða „Taktu peninginn og hlauptu“.

Við­brögð safnsins við gjörningnum hafa verið blendin hingað til.

„Hann reiddi sýningar­stjórana til reiði og hann reiddi mig líka smá, en ég hló líka smá að þessu af því þetta var virki­lega fyndið,“ sagði Lasse Anders­son, safn­stjóri, í við­tali við BBC.

Ander­sen var engu að síður klár á því að Haaning myndi þurfa að skila peningunum þegar sýningin klárast.

„Þetta eru peningar safnsins og við erum með samning sem segir að þeim eigi að vera skilað 16. janúar,“ sagði hann.

Haaning hefur þó heitið því að hann muni halda fénu.

„Verkið er að ég hef tekið peningana þeirra,“ sagði hann í sam­tali við danska ríkis­út­varpið.

„Ég hvet annað fólk sem eru með jafn ömur­leg starfs­skil­yrði og ég að gera hið sama,“ sagði hann og bætti við að ef hann hefði ætlað að endur­skapa eldri verk sín þá hefði hann þurft að leggja út 25.000 danskar krónur sjálfur.

Safn­stjórinn Anders­son hafnaði þessum stað­hæfingum lista­mannsins í við­tali við BBC og sagði safnið hafa borgað honum sann­gjörn laun.

„Við höfum ný­lega undir­ritað sam­komu­lag við Sam­band danskra mynd­listar­manna sem hækkar greiðslu lista­manna fyrir sýninga. Mér finnst Jens eigin­lega hafa brotið sam­komu­lagið,“ sagði hann.