Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti sendi hertogaynjunni Meghan Markle pillu í viðtali sem hann fór í á dögunum.

Hann sagðist alls enginn aðdáandi hertogaynjunnar og bætti því við að hann teldi að hún hefði nýtt sér eiginmann sinn Harry Bretaprins á ljótan hátt.

„Ég er ekki aðdáandi hennar. Var það aldrei. Ég tel Harry hafa verið notaðan á hræðilegan hátt og ég held að einn daginn muni hann sjá eftir þessu,“ segir forsetinn, sem var alveg eins og heima hjá sér í viðtali við sjónvarpsmanninn og fyrrverandi stjórnmálamanninn Nigel Farage á sjónvarpsstöðinni GB News.

Trump hrífst ekki af Meghan og hefur oft áður talað illa um hana.