Ég er Ís­lands­meistari í megrun, ef svo mætti segja,“ segir María Krista Hreiðars­dóttir sem hefur prófað flesta megrunar­kúra undir sólinni. 

„Þegar ég eignaðist yngsta drenginn minn, fyrir sex­tán árum, var ég orðin allt of þung og þreytt mamma. Ég hreyfði mig ekkert og var alls ekki í góðum gír en sú leið að sleppa sykri, glúteni og tak­marka kol­vetni hefur reynst mér lang­best,“ segir María sem hefur nú verið á ketó- og lág­kol­vetna­matar­æði í fimm ár. 

„Það virðist vera það eina sem gengur hjá mér til lengri tíma. Mér finnst auð­velt að halda mér við á þessu matar­æði, fyrir utan hvað það gerir heilsunni gott að taka út sykur, glúten og sterkju.“ 

Margra ára heila­þvottur 

María fann fljótt breytingu til batnaðar eftir að hún til­einkaði sér lág­kol­vetna­lífs­stíl. 

„Ég varð miklu léttari á mér, bæði í skapi og á fæti, því sveiflur á blóð­sykri geta gert mann snar­vit­lausan og pirraðan. Hver kannast ekki við að ráðast á ís­skápinn eftir langan vinnu­dag og þá á rök­hugsun ekki séns þegar kemur að því að velja sér hollari kostinn á diskinn. Mér finnst allt miklu léttara, hvort sem það er að sofna eða vakna, takast á við vanda­mál eða sinna vinnunni með bros á vör. Ég er laus við sykur­púkann sem stýrði mér allt of mikið og nú truflar mig ekki þótt það séu jól eða páskar. Ég borða til að lifa en lifi ekki lengur fyrir mat þótt mér finnist mjög skemmti­leg á­skorun að út­búa skemmti­lega rétti og kökur úr því sem er æski­legt á matar­æðinu eða „má“. 

María viður­kennir að svo­lítið erfitt hafi verið að fara allt í einu úr því að borða Létt og lag­gott-við­bit og fitu­snauðar vörur yfir í að steikja allt upp úr smjöri, gera rjóma­sósur og borða puru­steik. 

„Það fannst mér al­gjör­lega út í hött eftir margra ára heila­þvott um að fita sé ó­holl. Mér þótti samt eðli­legt að leyfa mér nammi­daga um helgar og þá úðaði ég í mig sykri og rusli, sem er, eins og komið hefur í ljós, aðal­söku­dólgurinn á heilsu­leysi þjóðarinnar.“ 

Með Royal-búðing á kantinum 

Fitu­púkinn var lengi sam­ofinn lífi Maríu Kristu en nú er hann farinn í út­legð og hefur verið bannað að snúa aftur. 

„Ég hef fundið mína hillu og sé enga á­stæðu til að snúa aftur í fyrra horf. Það að nenna ekki með börnunum sínum út á róló eða í göngu­túr er náttúr­lega ekki eðli­legt. Ég steig ekki inn á líkams­ræktar­stöð og valdi frekar að liggja í sófanum og glápa á sjón­varpið með kar­rí­vor­rúllur og Royal-búðing á kantinum. Af­neitunin var al­gjör, mér fannst fata­stærðir í verslunum fara minnkandi og tók enga á­byrgð á á­standinu. Það var ekki fyrr en ég fór á börum út í sjúkra­bíl, föst í mjöðminni vegna of­þyngdar og hreyfingar­leysis, að ég sá að svona gengi þetta ekki lengur,“ segir María sem fann sjálfs­traust sitt vaxa með hverju kílóinu sem hvarf. 

„Ég get ekki dá­samað nóg þessa til­finningu sem maður fær þegar maður nær tökum á lífi sínu, bara með því að stýra því sem maður setur ofan í sig. Nú er ég orðin amma, 45 ára gömul, og get ekki beðið eftir næstu róló­ferð með snúllunni minni, henni Ölmu Bender.“ 

Gefandi að hjálpa öðrum 

María Krista er ást­ríðu­kokkur. Hún skrifaði upp­skrifta­bókina Brauð og eftir­réttir Kristu árið 2014 og allar götur síðan hefur hún verið iðin við að lið­sinna lands­mönnum um heilsu­sam­lega rétti og girni­legan bakstur. Hún gefur nú út upp­skrifta­spjöld sem hafa slegið í gegn og á döfinni er að opna nýtt og að­gengi­legra blogg. 

„Það gefur mér heil­mikið að geta hjálpað öðrum því það er margt í þessum lág­kol­vetna­heimi sem getur virkað flókið og ó­yfir­stígan­legt, sér­stak­lega hvað varðar bakstur en þá kem ég sterkt inn og næ vonandi að halda fólki við efnið með til­raunum mínum,“ segir María sem rekur verslunina Systur&Makar með systur sinni Kötlu og eigin­manninum Berki Jóns­syni sem sér um fram­leiðslu hönnunar­merkis hennar, Krista­Design. 

„Við systur höfðum rekið sitt vöru­merkið hvor í ára­tug, Katla verslunina Vol­ca­no, sem er fata­merkið merki hennar, á Lauga­vegi, og ég lítið gallerí fyrir Krista­Design í Hafnar­firði. Eftir að hafa lengi selt saman vörur á Hand­verks­há­tíðinni á Hrafna­gili datt okkur í hug að sam­eina bæði merkin undir einum hatti og þá kom upp nafnið Systur&Makar, enda erum við systur og makar okkar á þeim tíma voru með okkur á fullu í rekstrinum,“ út­skýrir María sem býður snyrti­vörur, lág­kol­vetna­mat­vöru, sykur­laust sæl­gæti, nudd­bolta, gjafa­vörur frá Nkuku, barna­vörur og ótal margt fleira í verslun þeirra systra og maka. 

„Upp­lifun við­skipta­vina er eins og að stíga inn í stóran konfekt­kassa. Úr­valið er heil­mikið og allt fæst á einum stað; mat­vörur, gjafir, fatnaður, skart og snyrti­vörur. Svo er ekki verra að við bjóðum upp á kaffi og nota­legt sófa­horn fyrir þá sem vilja tylla sér og slaka á.“ 

Bul­let­proof með kolla­geni

Fyrir um ári síðan kynntist María Krista kolla­geni frá Feel Iceland.

„Ég nota kolla­genið í drykk sem ég geri mér á hverjum degi og kallast Bul­let­proof. Hann er mikið drukkinn af á­huga­fólki um ketó- og lág­kol­vetna­matar­æði. Ég fasta yfir­leitt frá klukkan átta á kvöldin til há­degis daginn eftir og þá finnst mér gott að brjóta föstuna með þessum eðal­drykk sem saman­stendur af smjöri, kaffi, kolla­geni og MCT-olíu,“ upp­lýsir María sem hefur mikið dá­læti á Feel Iceland-kolla­geninu. 

„Ég er lé­leg að taka inn töflur og á það til að gleyma víta­mínunum mínum. Duftið er hins vegar al­gjör snilld út í þennan fræga Bul­let­proof-drykk og það er mikið stuðst við kolla­gen í „ketó­ver­öldinni“. Ég finn mikinn mun á mér í liðum því ég er með arf­gengar lausar mjaðmir og ökkla sem hefur háð mér í ræktinni. Kolla­gen er náttúru­legt við­gerðar­efni og virkar á staði sem þurfa á hjálp að halda,“ út­skýrir María, en kolla­gen-birgðir líkamans fara dvínandi með auknum ára­fjölda. 

„Með því að inn­byrða kolla­gen spýtir líkaminn sjálfur í lófana og eykur eigin fram­leiðslu á kolla­geni sem líkaminn nýtur góðs af, hvort sem það styrkir hár, neglur, bein, liði eða líf­færi. Sjálf hef ég aðal­lega fundið mun í liðum en ég er einnig laus við afar hvim­leiða þurrku­bletti í and­liti. Eitt­hvað býst ég svo við að kolla­genið sé að gera fyrir hárið á mér, sam­kvæmt hár­greiðslu­konunni sem hefur ekki undan við að klippa okkur systur!“ segir María Krista kát. 

Hún býður nú við­skipta­vinum Systra&Maka vörur frá Feel Iceland. 

„Við höfum bætt dug­lega við vöru­úr­val á lág­kol­vetna­mat­vöru en ég hafði aldrei fundið kolla­gen sem mig langaði að bjóða í búðinni. Ég hafði bara heyrt um „beef colla­gen“ en þegar ég las að Feel Iceland-kolla­gen er unnið úr ís­lensku þorskroði var ekki spurning um að fá þær vörur í búðina. Við systur leitumst við að bjóða upp á hreinar vörur með sem fæstum auk­efnum og erum orðnar nokkuð þekktar fyrir gæða­vörur eins og snyrti­vörur frá Inika, gler­brúsa frá Lif­eFactory, hár­vörur frá Insig­ht og fleira. Allt eru það vörur sem eru hreinar og lausar við auk­efni, og sumar hverjar eru vegan, bæði inni­hald og um­búðir. Þess vegna á Feel Iceland klár­lega heima í búðinni okkar og svo eru um­búðirnar ein­stak­lega fal­legar og passa vel inn í heildina.“ 

Fékk nafnið sitt úr Derrick 

María Krista segir ekki nauð­syn­legt að taka inn fæðu­bótar­efni á ketó en að bæti­efni geti flýtt veru­lega fyrir góðum árangri. 

„Kolla­gen er hrein­lega snilldar prótín og líkaminn nýtir það vel. Það hjálpar fólki á lág­kol­vetna­matar­æði að halda sér í ketósis fyrir utan að gera kroppnum gott, styrkja liði, stækka vöðva og gera húðina fal­legri. Það er mettandi og góð fylling í kolla­gen­prótíni og Bul­let­proof-drykkurinn mun sað­samari fyrir vikið.“ 

MCT-olía er fita sem líkaminn vinnur hratt úr. 

„Hún er unnin úr kókos­olíu og ég kalla hana hrein­lega kókos­olíu á sterum. Hún er það besta sem maður nýtir úr kókos­olíu og er sér­lega þægi­leg til inn­töku, bragð­lítil og fer vel í maga. Hún flýtir fyrir ketóna­fram­leiðslu og gefur kroppnum orku á mjög stuttum tíma, en olían dregur einnig úr matar­lyst og gefur góða mettun,“ segir María Krista sem í nafni sínu geymir bæði Maríu og Krist. 

„Ég átti upp­haf­lega að heita Krista María. Mér skilst að að­stoðar­kona þýska rann­sóknar­lög­reglu­mannsins Derricks hafi heitið Christa og for­eldrar mínir hafi hrifist af nafninu. Presturinn var hins vegar ekki á þeim buxunum og bannaði þessa upp­röðun á nöfnum en þetta var eitt­hvað fyrir tíma manna­nafna­nefndar. Ég var því látin heita María Krista í staðinn og er hæst­á­nægð með nafnið mitt en nota stundum bara Kristu-nafnið sem er mjög svalt.“ 

Fylgstu með Maríu Kristu á Insta­gram undir Krista­keto og skoðaðu búðina hennar á systur­og­makar.is. Sjá nánar á feeliceland.com.