Ansi heiðar­legt bréf frá Pól­verjanum Lukasz hefur vakið mikla lukku meðal starfs­manna Ís­lands­póst en í bréfinu lætur Lukasz fylgja 500 krónur og tekur fram að gleymst hafi að rukka hann fyrir við­skipti. Frá þessu er greint í skemmti­legri Face­book færslu hjá Póstinum.

„Sagan er sú að sá sem skrifar þetta bréf, Lukasz hafði farið inn í póst­húsið við Síðu­múla til að senda póst­kort á fé­laga sína í Pól­landi. Hann finnur sér póst­kort hjá okkur, skrifar á þau kveðju og fer með þau á kassann,“ segir í færslunni.

„Á kassanum gleymist að rukka hann fyrir póst­kortin og er hann einungis rukkaður fyrir ferðina yfir hafið. Hann áttar sig á þessum mis­tökum þegar hann er kominn aftur til Pól­lands og sendir okkur 500 krónur sem sam­svarar 2 póst­kortum og rúm­lega það,“ segir jafn­framt.

Þá hafi Urður Mist, af­greiðslu­full­trúi Ís­lands­pósts í Síðu­múlanum sent Lukasz bréf til baka, þar sem honum var þakkað fyrir heiðar­leikann. Auk þess var í bréfinu mis­munur fyrir upp­hæðinni í pólskri mynt.