Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, hefur ákveðið að færa sig um set.

„Ég hef tekið ákvörðun um að selja ævintýraíbúðina mína sem ég hef lagt svo óendanlega mikla vinnu í og elska út af lífinu,“ skrifar hún í færslu á Facebook-síðu sinni.

Mynd/Fasteignasalan Torg

Um er að ræða fimm herbergja íbúð í kjallara við Sigtúnið í Hlíðunum og segist Birgitta hafa lagt mikið í íbúðina, jafnt innanhúss sem utan og fékk garðurinn meðal annars að njóta þess.

„Ég hef svo sem alltaf verið frekar dul með heimahaga og allt það en núna er þetta komið út á veraldarvefinn og loksins hægt að gera smá innlit til einverupúkans.“

Mynd/Fasteignasalan Torg
Mynd/Fasteignasalan Torg
Mynd/Fasteignasalan Torg