Söng­konan Selma Björns­dóttir játar ást sína á Kol­beini Tuma Daða­syni, betur þekktum sem Tuma, frétta­stjóra Vísis í ein­lægri færslu á Face­book. Þar kastar hún kveðju á frétta­stjórann sem á af­mæli í dag.

„Ástin mín á af­mæli í dag,“ skrifar Selma í færslunni. Þar lætur hún myndir fylgja af sér og Tuma á góðum stundum.

„Hann er fal­legur að innan sem utan, og gerir alla daga bjartari og betri,“ skrifar Selma.

„Það má víst ekki knúsa hann. En sendið honum hug­skeyti ef þið hittið hann ekki í dag og svo má hneygja sig með lotningu fyrir honum ef þið rekist á hann.“