Páll Magnús­son og Hildur Hilmars­dóttir hafa sett rað­húsið sitt að Kjarrás 6 í Garða­bæ til sölu. Þau ætla að flytja sig um set en þó ekki um sveitar­fé­lag.

Dóttir þeirra, Edda Sif Páls­dóttir aug­lýsir húsið á Face­book og segir að hjónin ætli að flytja í Urriða­holtið þar sem Edda býr. Um er að ræða glæsi­legt rað­hús á enda í verð­launa­götu.

Húsið er 228,8 fer­metrar og að auki er ó­skráð rými um 40 fer­metrar, að því er segir á vef fast­eigna­sölunnar. Arki­tekt hússins er Vífill Magnús­son og sá Guð­björg Magnús­dóttir um innan­hús­hönnun á meðan Stanislas Bhoic hannaði garðinn.

Fal­legur arki­tektúr ein­kennir húsið, mikil loft­hæð, vandaðar sér­smíðaðar inn­réttingar, mikið skápa­pláss, inn­felld lýsing, vönduð gólf­efni, hurðir í yfir­stærð og fimm rúm­góð svefn­her­brgi. Úti í garði er svo að sjálf­sögðu heitur pottur en upp­sett verð eru 164,9 milljónir króna.

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun