Jóhanna Rakel og Salka Valsdóttir, tvíeykið á bak við hljóm­sveitina CYBER hafa hrundið af stað söfnum til stuðnings Seyðisfirði.

Margir hafa lagt sitt að mörkum undir formerkjum Saman fyrir Seyðisfjörð til að styðja við bakið á íbúum eftir að aurskriður féllu í bænum í lok síðasta árs.

Framtak þeirra Jóhönnu Rakelar og Sölku er þó frábrugðið fyrri söfnunum en þær eru að selja erótískar myndir af sér sem teknar voru af Sunnu Ben.

Myndirnar eru áritaðar af CYBER, stök ljósmynd er á 20 þúsund krónur en einnig er hægt að kaupa þrjár myndir saman á 50 þúsund krónur.

Allur ágóði af sölu ljósmyndanna rennur til íbúa Seyðisfjarðar.

Sunna Ben tók myndirnar.
Fréttablaðið/Skjáskot
Hljómsveitin CYBER samanstendur af þeim Sölku Valsdóttur og Jóhönnu Rakel.
Fréttablaðið/Skjáskot