Hátíðinni í Cannes var aflýst 2020 vegna heimsfaraldursins og í fyrra var hún haldin mun seinna en venjulega, við stífar samkomutakmarkanir. Öllu er því tjaldað til nú þegar hún er haldin í 75. sinn og alþjóðlegar kvikmyndastjörnur og hátignir frá Hollywood geta loksins spókað sig á rauðum dreglum á heimavelli evrópskrar kvikmyndasenu við Miðjarðarhafsströnd Frakklands.

Hátíðin hófst með sýningu grínmyndarinnar Final Cut, sem er úr smiðju framleiðenda Óskarsverðlaunamyndarinnar The Artist frá 2011 og hefur verið lýst sem ástarbréfi til uppvakningamynda.

Volodímír Selenskíj Úkraínuforseti ávarpaði samkomuna af skjá fyrir sýninguna og ræddi samband kvikmynda og stríðs og eggjaði kvikmyndagerðarfólk samtímans til að að nýta kvikmyndaformið gegn einræðisherrum eins og Charlie Chaplin gerði í tilfelli Adolfs Hitler með The Great Dictator árið 1940.

Aðstandendur opnunarmyndarinnar Final Cut: leikkonan Matilda Lutz og leikstjórinn Michel Hazanavicius ásamt leikurunum Romain Duris, Berenice Bejo and Finnegan Oldfield í Palais des Festivals þann 18. maí.
Mynd/Getty Images
Bandaríska leikkonan Julianne Moore í svörtu á dreglinum.
Mynd/Getty Images
Bandaríski leikarinn Forest Whitaker var glæsilegur að vanda.
Mynd/Getty Images
Spænska leikkonan Rossy de Palma brá á leik fyrir myndavélarnar.
Mynd/Getty Images
Lafði Victoria Hervey var glæsileg á rauða dreglinum.
Mynd/Getty Images
Leikkonan og leikstýran Eva Longoria á rauða dreglinum.
Mynd/Getty Images