Stjarnan Selena Gomez mætti með yngri systur sinni, Grace Teef­ey, á frum­sýningu á Dis­n­ey myndinni Frozen 2. Systurnar vöktu miklu lukku meðal við­staddra þar sem þær þóttu minna á aðal­hlut­verk bíó­myndarinnar, systurnar Önnu og Elsu. Selena og Grace klæddust eins kjólum frá hönnuðinum Marc Jacobs á­samt því að bera báðar fjaður­skikkju al­setta gim­steinum.

Stjörnurnar sem ljá per­sónum Frozen raddir sínar létu sig ekki vanta á rauða dregilinn og má þar nefna Kristen Bell, Jon­a­t­han Groff, Idina Mendez, Josh Gad og fleiri. Selena og yngri systir hennar þóttu þó bera af og sagði söng­konan að dagurinn hafi verið einn sá besti í lífi Grace litlu.

Ljóst er að systurnar bræddu þó nokkur hjörtu á frumsýningunni.
Fréttablaðið/Getty

Mikil eftir­vænting

Að­dá­endur hafa beðið lengi eftir sjálf­stæðu fram­haldi bíó­myndarinnar Frozen sem sló ræki­lega í gegn árið 2013. Kvik­myndin sló hvert vin­sældar­met á eftir öðru á­samt því að hljóta tvenn Óskars­verð­laun, sem besta tölvu­teiknaða myndin og fyrir lagið Let It Go.

Frozen 2 mun að sjálf­sögðu fylgja eftir ævin­týrum systranna Önnu og Elsu á ný. Í þetta skipti fara þau Elsa, Anna, Kri­stoff, snjó­karlinn Ólafur og hrein­dýrið Sveinn í leit að upp­runa töfra­máttar Elsu. Myndin verður frum­sýnd á Ís­landi 22. nóvember næst­komandi.

Selena og Grace falla vel inn með persónum úr töfraheimi Frozen.
Fréttablaðið/Getty