Banda­ríska söng­konan Selena Gomez er nú orðuð við körfu­bolta­leik­manninn Jimmy Butler en þau sáust saman á rómantísku stefnu­móti fyrr í vikunni.

Fyrstu fréttir af mögu­legu sam­bandi Butler, leik­manns Miami Heat, og Gomez bárust í síðasta mánuði þegar sagt var að Gomez hafi snætt á­samt körfu­bolta­liðs­mönnum Miami Heat á veitinga­staðnum Miami Herald. Síðar kom í ljós að Gomez hafi í raun ein­göngu farið út að borða með Butler.

Co­vid setti strik í reikninginn

Ekki er ýkja langt síðan Gomez greindi frá því að far­aldurinn hafi stöðvað ástar­líf hennar í ár en nú virðist hafa myndast glufa fyrir ástar­strauma. Gomez hefur áður verið í sam­bandi með stór­stjörnum á borð við Justin Bieber, The We­eknd og Or­lando Bloom.

Butler var í sam­bandi með fyrir­sætunni Kaitlin Nowak og eiga þau saman eins árs dóttur, Ry­lee.