Liz Sheridan sem lék móður Jerry Seinfeld í gamanþáttunum Seinfeld er látin: Hún fagnaði 93 ára afmælisdegi sínum á dögunum áður en hún lést.

Liz lék móður Jerry, Helen sem bjó í Flórída í Seinfeld þáttaröðunum.

Jerry fór fögrum orðum um Liz í færslu á Twitter sem sjá má hér fyrir neðan.

Hún er eini leikarinn í aukahlutverki sem var í hlutverki allar átta þáttaraðirnar. Auk þess að leika í Seinfeld lék Sheridan lengi vel í þáttunum ALF.