Því er slegið upp í um­fjöllun banda­ríska slúður­miðilsins E News að sam­band her­toga­ynjanna Kate Midd­let­on og Meg­han Mark­le hafi aldrei verið flóknara en nú um mundir. Er það ekki síst rakið til þess þeirrar ó­vissu sem nú er talin ríkja um stöðu þeirra Harry og Meg­han innan bresku konungs­fjöl­skyldunnar.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá eyddu þau Harry og Meg­han þakkar­gjörðar­há­tíðinni í Kali­forníu í Banda­ríkjunum með móður Meg­han. Þá ætla þau ekki að eyða jólunum með hinum með­limum konungs­fjöl­skyldunnar í Sandring­ham kastala. Áður hefur verið full­yrt að gjáin milli bræðranna og eigin­kvenna þeirra haldi á­fram að breikka.

Í um­fjöllun E News er því slegið upp að sam­bandið á milli her­toga­ynjanna hafi aldrei verið flóknara. Kate vilji að Meg­han líði vel og hafi meðal annars ráð­lagt henni hvað hún eigi til bragðs að taka vegna hispurs­lausrar um­fjöllunar breskra götu­blaða.

Hins vegar hafi al­ræmd heimildar­mynd sem Meg­han og Harry hafi birst í, þar sem þau ræddu sam­bönd sín við aðra konungs­með­limi, meðal annars Kate og Willi­am, farið í taugarnar á á hjónunum. Kate er hins vegar sögð vor­kenna Meg­han á þessum síðustu og verstu, að því er E News hefur eftir Phil Dampi­er, sér­fræðingi í mál­efnum bresku konungs­fjöl­skyldunnra.

„Ekkert af þeim vill bregðast drottningunni og ég hef heyrt að á bak við tjöldin sé Kate að gera sitt allra besta til að ná fjöl­skyldunni saman og hjálpa Meg­han. Kate finnur til með henni,“ segir hann.

Frá minningardegi fallinna hermanna. Meghan stóð ekki á sömu svölum og Kate.
Fréttablaðið/Getty
Kate stóð hjá drottningunni.
Fréttablaðið/Getty

Tekið er fram að það hafi hins vegar vakið at­hygli að þær hafi lítið sem ekkert spjallað á minningar­at­höfn vegna fallinna breskra her­manna sem fór fram í London fyrir fá­einum vikum síðan. Breska konungs­fjöl­skyldan hefur aldrei viður­kennt að þær stöllur hafi átt í storma­sömu sam­bandi, þrátt fyrir að bresk götu­blöðhafi full­yrt að Meg­han hafi grætt Kate í að­draganda brúð­kaups hennar og Harry.

„Það sem er erfiðast fyrir þær er þegar þeim er att gegn hver annarri,“ segir heimildar­maður innan bresku konungs­fjöl­skyldunnar. „Það hefur reynst þeim báðum erfitt. Meg­han á sitt líf og Kate á sitt,“ segir heimildar­maðurinn og rifjar upp að þær hafi kynnst eigin­mönnum sínum á ó­líku tíma­bili í lífinu. Það hafi hins vegar vakið at­hygli að Kate og Harry verði ekki með fjöl­skyldunni um jólin.

„Ef Harry og Meg­han vilja sættir þá hefðu þau átt að mæta í Sandring­ham höllina um jólin,“ er haft eftir Phil Dampi­er. „Það er leiðin­legt að segja það en það virðist vera til staðar vanda­mál sem er að versna, ekki að batna.“

William er sagður hafa áhyggjur af bróður sínum.
Fréttablaðið/Getty