Her­toga­hjónin Kate Midd­let­on og Willi­am Breta­prins eru sögð ætla að fresta ferð sinni til Balmour kastala í Skot­landi til að forðast að hitta Meg­han Mark­le og Harry Breta­prins, ef marka má heimildar­menn breska götu­blaðsins The Sun.

Orð­rómar um erjur á milli Kate og Meg­han lifa góðu lífi í um­fjöllun breskra götu­blaða, allt frá því að orð­rómar komust á kreik um að Meg­han hefði grætt Kate í að­draganda brúð­kaups hennar og Willi­am. Breska konungs­fjöl­skyldan hefur stöðugt neitað þeim orð­rómum.

Balfour kastali í Skot­landi er upp­á­halds sumar­staður Elísa­betar Bret­lands­drottningar og bíður hún fjöl­skyldu­með­limum sínum hvert ár til kastalans. Í um­fjöllun The Sun er vitnað til skrifa blaða­mannsins Robert Job­son, sem sér­hæfir sig í mál­efnum konungs­fjöl­skyldunnar.

Job­son full­yrðir að það hafi farið í taugarnar á Kate og Willi­am að Harry hafi tjáð sig um barn­eignir í ný­legu við­tali. Í við­talinu sagðist Harry einungis vilja eignast tvö börn, plánetunnar vegna.

„Seinustu um­mæli her­togans, þar sem hann reynir að vera „upp­lýstur“ (e. „woke“), þar sem hann ræddi barn­eignir hans og Meg­han, þar sem hann sagði þau einungis vilja eignast tvö börn, fór í taugarnar á her­toga­hjónunum sem sjálf eiga þrjú bör,“ skrifar Job­son.

Þá full­yrðir Job­son að ný­leg um­mæli Meg­han um að hún hafi ekki viljað birtast sjálf á for­síðu Vogu­e í ágúst­mánuði hafi pirrað Kate, þar sem hún hafi sjálf birst þar fyrir tveimur árum síðan. Meg­han sagðist ekki vilja vera dramb­söm með því að birtast þar sjálf.