Lífið

Íslenskir karlar opna sig á Twitter: „Ég pissa sitjandi“

Samfélagsmiðlabylting karla stendur yfir á Twitter.

„Var kallaður kelling og hommi fyrir að velja leiklistarnámskeið framyfir fótbolta æfingu þegar ég var í fimmta bekk. Af vinum og meir að segja þjálfara,“ skrifar einn á Twitter. Getty Images

Íslenskir karlmenn hafa í dag haldið áfram að deila reynslusögum undir myllumerkinu #karlmennskan á Twitter. Um er að ræða samfélagsmiðlabyltingu en að baki henni standa karlmenn sem vilja uppræta eitraða karlmennsku. Í átakinu felst að varpa ljósi á skaðlegar staðalímyndir sem samtvinnaðar eru hugmyndum um karlmennsku í íslensku samfélagi.

Forsprakki byltingarinnar er Þorsteinn V. Einarsson en hann hefur greint frá því að hugmyndin sé sprottin frá Sóleyju Tómasdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa. „Deilum sögum um reynslu okkar þar sem við fundum að eitthvað kom í veg fyrir að við gerðum ekki það sem við raunverulega vildum eða vildum ekki. Dæmi um norm eða viðmið sem hindruðu okkur,“ skrifaði hann á Facebook í gær.

Í dag hafa birst margar sögur og/eða játningar frá íslenskum karlmönnum. Þær eru af ýmsum toga, allt frá því að strákar viðurkenna að hafa gaman að tiltekinni tónlist upp í það að játa að þeir pissi sitjandi. Margir virðast hafa sætt gagnrýni fyrir áhugamál sín.

Hér fyrir neðan eru nokkur af tístum dagsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Segja „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur

Lífið

Frískandi eftirréttir í brúðkaupið

Lífið

Tölurnar á bak við brúð­kaup aldarinnar

Auglýsing

Nýjast

Bitist um fyrsta hamborgarann

Ungir Píratar með pizzukrók á móti bragði

Fólk velur að eiga gott hjónaband

Glasafrjóvgun í Prag skilaði tvíburum

Selma Björns­dóttir leik­stýrir ást­föngnum Shakespeare

Byrjuð í ­með­ferð: „Ekkert stór­­­mál“ að missa hárið

Auglýsing