Katrín Midd­let­on prinsessan af Wa­les vakti mikla at­hygli fyrir klæða­burð sinn í dag þegar hún og Vil­hjálmur Breta­prins mættu til að skoða að­stæður á vett­vangi matar­gjafar til fá­tækra í London í dag. Breska götu­blaðið The Sun greinir frá.

Þangað mætti Katrín í glæsi­legri bleikri kápu og segir í um­fjöllun breska götu­blaðsins að sumir telji að um lítils­háttar skot gegn Meg­han Mark­le, svil­konu hennar, sé um að ræða. Meg­han sagði í heimildar­þáttum Net­flix að hún hefði aldrei klæðst lit­ríkum fötum í Bret­landi.

„Mest af tíma mínum í Bret­landi þá klæddist ég aldrei lit. Það var pæling hjá mér. Eins og ég skil þetta máttu ekki klæðast sömu fötum og hennar há­tign, en á við­burðum máttu heldur ekki klæðast sama lit og aðrir hátt settir fjöl­skyldu­með­limir,“ sagði Meg­han.

„Þannig ég hugsaði með mér, hvaða lit munu þau aldrei klæðast? Brúnn? Krem­litaður? Hvítur? Þannig að ég klæddist mikið af daufum litum og líka svo ég gæti fallið í hópinn. Ég var ekki að reyna að skera mig úr.“

Fréttablaðið/Getty