Breska götu­blaðið The Sun slær því upp í frétt að banda­ríska leik­konan Alexandra Holden sem fór með hlut­verk Eliza­beth, kærustu Ross í Fri­ends, sé ó­þekkjan­leg 22 árum eftir tökur. Neðst í fréttinni má sjá mynd af leikkonunni í dag.

Leik­konan fór með hlut­verk Eliza­beth í nokk­krum þáttum í sjö­ttu seríu þáttanna sem sýnd var í sjón­varpi árið 2000. Breska götu­blaðið full­yrðir að leik­konan, sem er í dag 44 ára gömul sé „al­gjör­lega ó­þekkjan­leg“ í dag.

David Schwimmer og Alexandra Holden í hlutverkum sínum sem Ross og Elizabeth í þáttunum.
Mynd/Friends

Í frétt blaðsins segir að leik­konan hafi verið afar upp­tekin undan­farin ár og komið fram í fjölda sjón­varps­þátta og kvik­myndum. Í þáttunum átti karakter Alexöndru að vera tólf árum yngri en Ross enda þar á ferðinni nemandi hans.

Alexandra ber Fri­ends reynslunni vel söguna en hefur tjáð sig um það að sér hafi þótt á­heyrnaprufan ansi kostug­leg. „Þau báðu mig um að mæta og sjá hvernig kemi­strían á milli mín og David Schwimmer væri,“ segir leik­konan.

„Þetta var hræði­legt af því að ég átti að vera eins heit og ég gæti. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera við þær upp­lýsingar og vakti alla nóttina að spá í hverju ég ætti að vera í. Nú þegar ég er eldri væri ég ekki á­nægð með svona beiðni.“

Myndin af leikkonunni sem er 44 ára í dag. Breska götublaðið fullyrðir að hún sé „gjörsamlega óþekkjanleg“ frá því sem var árið 2000.
Fréttablaðið/Skjáskot