Lífið

Segja engan kynni verða á Óskarnum

Skipuleggjendur Óskarsverðlaunanna eru sagðir hafa ákveðið að halda hátíðina án kynnis en ef satt reynist væri það í fyrsta sinn í þrjátíu ár sem það gerist. Þá segja heimildarmenn engar líkur á að Kevin Hart verði fenginn sem kynnir.

Ellen tók vinsælustu sjálfu í heimi sem kynnir á Óskarsverðlaununum 2014. Það mun sennilega enginn leika það eftir í ár. Fréttablaðið/Getty

Aðstandendur Óskarsverðlaunanna ætla sér að grípa til róttækra breytinga á verðlaunahátíðinni í ár og sleppa því algjörlega að hafa kynni, í fyrsta sinn í rúm þrjátíu ár, ef marka má heimildamenn Variety. Er ákvörðunin tekin eftir að Kevin Hart hætti við að kynna hátíðina líkt og fram hefur komið.

Verði það að veruleika þýðir það að enginn mun feta í fótspor þekktustu kynna síðustu ára líkt og Ellen DeGeneris, Billy Crystal og Whoopi Goldberg heldur ætla aðstandendur sér að fá til liðs við sig vel þekktar Hollywood stjörnur til þess að kynna mismunandi hluta hátíðarinnar. 

Að sögn heimildarmanna Variety er því brjálað að gera um þessar mundir hjá skipuleggjendum þar sem einungis eru um sex vikur í hátíðina sjálfa en hún er haldin þann 24. febrúar næstkomandi. Fréttirnar hafa fengið blendin viðbrögð meðal framleiðenda í Hollywood, sumum þykir hugmyndin fersk á meðan aðrir benda á að vinsælir kynnar dragi upp áhorfstölur. 

Óskarsverðlaunahátíðin hefur einungis einu sinni áður verið haldin án kynnis en það var fyrir nákvæmlega þrjátíu árum síðan, árið 1989 en ef marka má umfjöllun Variety þótti sú hátíð ekki vel heppnuð þar sem framleiðandinn Allan Carr og leikstjórinn Jeff Margolis opnuðu hátíðina á ellefu mínútna löngu tónlistaratriði í stað opnunarræðu kynnis. 

Útilokað að Hart verði fenginn aftur

Samkvæmt innanbúðarfólki Variety innan akademíunnar er útilokað að Kevin Hart verði boðið að verða kynnir aftur. En líkt og fram hefur komið ákvað grínistinn frá að hverfa eftir að gömul ummæli hans um samkynhneigð komu upp. 

Forsvarsmenn hátíðarinnar íhuguðu að bjóða grínistanum hlutverk sitt aftur en sú ákvörðun hans að snúa málinu á þann veg að hann hefði verið fórnarlamb nettrölla í stað þess að biðjast afsökunar á ummælum sínum og lýsa eftirsjá í viðtali hjá Ellen hafi orðið til þess að skipuleggjendur ákváðu sig endanlega um að grínistinn vinsæli ætti ekki afturkvæmt sem kynnir.

Er jafnframt ekki sögð ríkja sátt meðal skipuleggjenda við það að Ellen hafi látið það líta út í þætti sínum að skipuleggjendur væru til í að leggja allt í sölurnar til þess að fá Hart aftur sem kynni en ummæli viðmælanda hennar innan akademíunnar sem fullyrti slíkt eru sögð hafa verið tekin úr samhengi. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Bitist um fyrsta hamborgarann

Lífið

Ungir Píratar með pizzukrók á móti bragði

Fólk

Fólk velur að eiga gott hjónaband

Auglýsing

Nýjast

Glasafrjóvgun í Prag skilaði tvíburum

Selma Björns­dóttir leik­stýrir ást­föngnum Shakespeare

Byrjuð í ­með­ferð: „Ekkert stór­­­mál“ að missa hárið

Garðar kokkur brauðfæðir lávarðadeildina

335 milljóna endur­greiðsla úr ríkis­sjóði til Ó­færðar 2

Kominn tími á breytingar

Auglýsing