Ed Sheeran er ekki nógu fínt klæddur til þess að standa á sviði með Beyoncé ef marka má heitustu aðdáendur söngkonunnar á Twitter. Fatavalið er sagt lýsandi fyrir kröfur sem gerðar séu til kvenkyns tónlistarfólks en ekki karlkyns kollega þeirra.

Þetta magnaða tónlistarfólk tróð upp með laginu sínu Perfect á Global Citizens hátíðinni í Suður-Afríku á sunnudagskvöldið. Sheeran er vanur að vera nokkuð venjulegur til faranna á tónleikum sínum og kom fram í bol og gallabuxum líkt og venjulega á meðan Beyoncé var í stórglæsilegum kjól, líkt og má sjá hér að neðan.

Fjölmargir aðdáendur segjast ekkert skilja í þessu. „Ed Sheeran er 27 ára gamall karlmaður og sú staðreynd að við leyfum honum að líða eins og það sé allt í lagi að klæða sig svona, hvað þá við hlið Beyoncé sýður virkilega hlandið mitt.“ Annar Twitter notandi grínast hins vegar með það að þetta séu raunverulega smókingföt sem Sheeran sé í, hvítt fólk líti einfaldlega bara alltaf svona út við hlið söngkonunnar.

Ljóst er á tístunum sem má sjá hér að neðan að aðdáendur söngvaranna beggja eru nokkuð ósammála um málið en einn bendir á tvískinnunginn í málinu og sýni hve ólíkar kröfur séu gerðar um klæðaburð karlkyns og kvenkyns söngvara.