Full­yrt er í er­lendum slúður­miðlum að Elísa­bet Bret­lands­drottning hafi séð sig knúna til þess að kalla her­toga­hjónin Meg­han og Harry á teppið nú á dögunum. Er það vegna heimildar­myndarinnar um þau þar sem þau opnuðu sig á ein­lægan hátt, meðal annars um sam­bönd sín við aðra með­limi konungs­fjöl­skyldunnar.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá þykir um­rædd heimildar­mynd, „Harry og Meg­han: Afríku­­ferð,“ ein­stök en í henni opnar Harry sig meðal annars í fyrsta skiptið um stirt sam­band sitt við bróður sinn Vil­hjálm. Þá opnaði Meg­han sig um líðan sína vegna fram­göngu götu­blaðanna.

Áður hefur komið fram að það hafi þótt sæta furðu innan konungs­fjöl­skyldunnar hve langt parið gekk í að ræða sín einka­mál í myndinni. En nú virðist svo vera sem að drottningin hafi einnig séð sig knúna til að ræða við hjónin vegna málsins.

„Hún boðaði parið á fund til sín um leið og heimildar­myndin fór í loftið,“ segja heimildar­menn slúður­miðla á borð við Perez Hilton. „Hún sagði þeim að taka sig á og hætta full­yrðingum um að þau hefðu ein og sér nú­tíma­vætt konungs­fjöl­skylduna,“ segir um­ræddur heimildar­maður. „Hún sagði Meg­han að það væri í lagi að vera opin­ská í Hollywood, en að aðals­fólk héldi til­finningum sínum fyrir sig.“

Þá segir heimildar­maðurinn að drottningin hafi sagt parinu að gjöra svo vel og láta af hendi aðals­titla sína og skyldur ef að það væri það sem myndi gera þau hamingju­söm. „Í stað þess að biðjast af­sökunar héldu þau hins vegar föstu fyrir og sögðust vilja skoða sig um án hinna konung­legu skyldu. Þá kröfðust þau sex vikna frís til að slaka á og sjá hvað Banda­ríkin hafa upp á að bjóða.“

Við þetta til­efni segir heimildar­maðurinn að drottningin hafi verið orðin afar pirruð. „Hún sagði þeim að allir, þar með talið hún sjálf hefði gert allt sem í sínu valdi stendur til að hjálpa Meg­han að venjast lífinu innan konungs­fjöl­skyldunnar. Og ef þau væru ekki reiðu­búin í það, væri hún til­búin til að sjá á eftir þeim, fyrir fullt og allt.“